Sunday, 23 December 2007

Gleðileg jól

Við í Munkanum óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Við erum komin í jólaskap og jólakettirnir okkar líka. Hlökkum til að eiga okkar fyrstu jól saman sem stórfjölskylda og það hér í yndislegu íbúðinni okkar. En það vantar snjó!!! hvað er það?.... á ekki að vera snjór á jólunum?

Wednesday, 5 December 2007

Þá er ævintýrið byrjað

Jæja.....
Þá eru Úlfur og Ýmir komnir með heimasíðu. Best að prufa að blogga dálítið.... Æ.. ég ætlaði nú aldrei að vera með svona síðu og myndir af okkur en sumt breytist. Veit nú ekki hvort ég eigi eftir að skrifa eitthvað en allavega verða settar inn myndir á meðan strákarnir stækka. Vinir og ættingjar sem búa utan Akureyrarborgar geta þá fylgst með prakkarastrikum og öðrum framförum drengjanna.