Wednesday, 13 February 2008

Ýmir þroskast hratt

Ýmir er að verða 8 mánaða núna 20. Febrúar. Þetta líður hratt og hver mánuður er afar mikilvægur. Ætli þau taki ekki út jafn mikinn þroska á einum mánuði eins og við fullorðnu tökum út á sjö árum. Nú er hann að segja mammmmmmammmmammma, þegar hann grætur og eltir mig eftir allri íbúðinni. Hann er farinn að pissa og kúka í koppinn. Hann er farinn að smakka hinar ýmsu fæðutegundir þó honum þyki flest allt vont nema ungbarnasullið og jú bananar eru líka í uppáhaldi. Hann er farinn að dilla sér við tónlist. Hann er farinn að opna sjálfur skápa og skúffur og gramsa í öllu, og svo er hann farinn að standa upp hvar sem er. Hann heldur sér í með annari hendi og reynir að færa sig á milli húsgagna. Framtennurnar hans tvær eru að koma niður og það er farið að sjást í þær. Svo brátt verður litla barnið mitt að krakka sem rífur og tætir og fer svo að slást við Úlf. Þeir eru nú þegar farnir að sýna slíka takta. Eða Úlfur náttla meira við litla bróðir sinn sem kann ekki enn að verja sig. Hann verður stundum fyrir barðinu á honum. Úlfur er samt yndislega blíður og góður drengur en hann er dálítið afbrýðissamur og vill fá að eiga sitt dót í friði, svo sem græjurnar sem Ýmir er búinn að fikta mikið í og kann að opna og taka geisladiskinn úr og allt saman! Þær hafa nokkrum sinnum dottið í gólfið og fengið eina væna beyglu á hátalarann.
En ekkert í veröldinni er jafn fallegt og bræðrakærleikurinn á milli þeirra þegar vel liggur á þeim.