Ola ola Hola
Spánarferðin er búin sem betur fer! hún var ansi köflótt og skrautleg. En ég nenni ekki út í þá sálma. Við erum öll fegin að vera komin heim í stóra húsið og svala loftið.
Við eigum þó nokkrar fallegar minningar og myndir sem við getum glaðst yfir.
Heima er best.....................og brosið mest.
Monday, 28 April 2008
Wednesday, 19 March 2008
Gleðilega páska
Kæru vinir! þá er nú komið að næstu hátíð og næsta sukki. Við vonum að þið getið haft það sem allra best yfir páskahátíðina. Við ætlum að hafa það ofsalega gott. Trav loksins kominn í gott frí eftir mikla vinnu en litla gula hænan verður að vinna yfir páskana. Samt sem áður verður notalegt hjá okkur. Einar og krakkarnir koma og Aggi, Þórunn og dætur koma líka. Það verður gaman og eitthvað um dýrðir. Svo verður eflaust sukkað hér í Munkanum í mat, drykk og dekri.
kv. litla gula hænan og hinir páskaungarnir
kv. litla gula hænan og hinir páskaungarnir
Wednesday, 13 February 2008
Ýmir þroskast hratt
Ýmir er að verða 8 mánaða núna 20. Febrúar. Þetta líður hratt og hver mánuður er afar mikilvægur. Ætli þau taki ekki út jafn mikinn þroska á einum mánuði eins og við fullorðnu tökum út á sjö árum. Nú er hann að segja mammmmmmammmmammma, þegar hann grætur og eltir mig eftir allri íbúðinni. Hann er farinn að pissa og kúka í koppinn. Hann er farinn að smakka hinar ýmsu fæðutegundir þó honum þyki flest allt vont nema ungbarnasullið og jú bananar eru líka í uppáhaldi. Hann er farinn að dilla sér við tónlist. Hann er farinn að opna sjálfur skápa og skúffur og gramsa í öllu, og svo er hann farinn að standa upp hvar sem er. Hann heldur sér í með annari hendi og reynir að færa sig á milli húsgagna. Framtennurnar hans tvær eru að koma niður og það er farið að sjást í þær. Svo brátt verður litla barnið mitt að krakka sem rífur og tætir og fer svo að slást við Úlf. Þeir eru nú þegar farnir að sýna slíka takta. Eða Úlfur náttla meira við litla bróðir sinn sem kann ekki enn að verja sig. Hann verður stundum fyrir barðinu á honum. Úlfur er samt yndislega blíður og góður drengur en hann er dálítið afbrýðissamur og vill fá að eiga sitt dót í friði, svo sem græjurnar sem Ýmir er búinn að fikta mikið í og kann að opna og taka geisladiskinn úr og allt saman! Þær hafa nokkrum sinnum dottið í gólfið og fengið eina væna beyglu á hátalarann.
En ekkert í veröldinni er jafn fallegt og bræðrakærleikurinn á milli þeirra þegar vel liggur á þeim.
En ekkert í veröldinni er jafn fallegt og bræðrakærleikurinn á milli þeirra þegar vel liggur á þeim.
Wednesday, 16 January 2008
Afmæli Úlfs
Þriggja ára afmæli Úlfs var haldið með pompi og prakt laugardaginn 12. janúar. Það komu um 20 manns og gekk allt mjög vel. M. a var sælgætið slegið úr fílnum (kötturinn sleginn úr tunnunni). Travis bjó til fíl, fyllti hann af sælgæti og hengdi í stofuhurðina.
Krakkarnir áttu svo að slá sælgætið úr fílnum. Úlfur á fína kriketkylfu frá Ástralíu sem var notuð til að slá allt nammið úr fílnum og tók þetta nokkur högg með hjálp frá Travis, þar sem sumir voru frekar stuttir og með mjög litlar hendur. Hey Þetta var þriggja ára afmæli og Úlfur næst elstur af þeim krökkum sem komu! En að lokum hrundi sælgætið niður á gólf og svo var ráðist á sælgætishauginn. Við tröðkuðum niður eitt og eitt smarties, vegna yfirmáta vinsælda chupa sleikipinnanna. Einhverjir hafa fengið nóg af sykri eftir þessa veislu og verið fjörugir fram eftir kvöldi.
Úlfur fékk bara góðar gjafir og var mjög hamingjusamur með allt sem hann fékk. Það var samt langskemmtilegast að opna pakkana og stundum bara alveg nóg. Eftir hvern pakkann sem hann opnaði sagði hann" Hey ég fékk mér..... þetta og hey ég fékk mér.....hitt"
Þetta sagði hann líka þegar hann fékk í skóinn frá jólasveininum, "mamma, ég fékk mér ...... í skóinn. Hefði mátt halda að Úlfur hafi sjálfur valið allar gjafirnar sínar.
En nú er Úlfur minn orðinn þriggja ára og farinn að hlusta á alvöru ROKK.
Krakkarnir áttu svo að slá sælgætið úr fílnum. Úlfur á fína kriketkylfu frá Ástralíu sem var notuð til að slá allt nammið úr fílnum og tók þetta nokkur högg með hjálp frá Travis, þar sem sumir voru frekar stuttir og með mjög litlar hendur. Hey Þetta var þriggja ára afmæli og Úlfur næst elstur af þeim krökkum sem komu! En að lokum hrundi sælgætið niður á gólf og svo var ráðist á sælgætishauginn. Við tröðkuðum niður eitt og eitt smarties, vegna yfirmáta vinsælda chupa sleikipinnanna. Einhverjir hafa fengið nóg af sykri eftir þessa veislu og verið fjörugir fram eftir kvöldi.
Úlfur fékk bara góðar gjafir og var mjög hamingjusamur með allt sem hann fékk. Það var samt langskemmtilegast að opna pakkana og stundum bara alveg nóg. Eftir hvern pakkann sem hann opnaði sagði hann" Hey ég fékk mér..... þetta og hey ég fékk mér.....hitt"
Þetta sagði hann líka þegar hann fékk í skóinn frá jólasveininum, "mamma, ég fékk mér ...... í skóinn. Hefði mátt halda að Úlfur hafi sjálfur valið allar gjafirnar sínar.
En nú er Úlfur minn orðinn þriggja ára og farinn að hlusta á alvöru ROKK.
Sunday, 23 December 2007
Gleðileg jól
Við í Munkanum óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Við erum komin í jólaskap og jólakettirnir okkar líka. Hlökkum til að eiga okkar fyrstu jól saman sem stórfjölskylda og það hér í yndislegu íbúðinni okkar. En það vantar snjó!!! hvað er það?.... á ekki að vera snjór á jólunum?
Við erum komin í jólaskap og jólakettirnir okkar líka. Hlökkum til að eiga okkar fyrstu jól saman sem stórfjölskylda og það hér í yndislegu íbúðinni okkar. En það vantar snjó!!! hvað er það?.... á ekki að vera snjór á jólunum?
Wednesday, 5 December 2007
Þá er ævintýrið byrjað
Jæja.....
Þá eru Úlfur og Ýmir komnir með heimasíðu. Best að prufa að blogga dálítið.... Æ.. ég ætlaði nú aldrei að vera með svona síðu og myndir af okkur en sumt breytist. Veit nú ekki hvort ég eigi eftir að skrifa eitthvað en allavega verða settar inn myndir á meðan strákarnir stækka. Vinir og ættingjar sem búa utan Akureyrarborgar geta þá fylgst með prakkarastrikum og öðrum framförum drengjanna.
Þá eru Úlfur og Ýmir komnir með heimasíðu. Best að prufa að blogga dálítið.... Æ.. ég ætlaði nú aldrei að vera með svona síðu og myndir af okkur en sumt breytist. Veit nú ekki hvort ég eigi eftir að skrifa eitthvað en allavega verða settar inn myndir á meðan strákarnir stækka. Vinir og ættingjar sem búa utan Akureyrarborgar geta þá fylgst með prakkarastrikum og öðrum framförum drengjanna.
Subscribe to:
Posts (Atom)