Þriggja ára afmæli Úlfs var haldið með pompi og prakt laugardaginn 12. janúar. Það komu um 20 manns og gekk allt mjög vel. M. a var sælgætið slegið úr fílnum (kötturinn sleginn úr tunnunni). Travis bjó til fíl, fyllti hann af sælgæti og hengdi í stofuhurðina.
Krakkarnir áttu svo að slá sælgætið úr fílnum. Úlfur á fína kriketkylfu frá Ástralíu sem var notuð til að slá allt nammið úr fílnum og tók þetta nokkur högg með hjálp frá Travis, þar sem sumir voru frekar stuttir og með mjög litlar hendur. Hey Þetta var þriggja ára afmæli og Úlfur næst elstur af þeim krökkum sem komu! En að lokum hrundi sælgætið niður á gólf og svo var ráðist á sælgætishauginn. Við tröðkuðum niður eitt og eitt smarties, vegna yfirmáta vinsælda chupa sleikipinnanna. Einhverjir hafa fengið nóg af sykri eftir þessa veislu og verið fjörugir fram eftir kvöldi.
Úlfur fékk bara góðar gjafir og var mjög hamingjusamur með allt sem hann fékk. Það var samt langskemmtilegast að opna pakkana og stundum bara alveg nóg. Eftir hvern pakkann sem hann opnaði sagði hann" Hey ég fékk mér..... þetta og hey ég fékk mér.....hitt"
Þetta sagði hann líka þegar hann fékk í skóinn frá jólasveininum, "mamma, ég fékk mér ...... í skóinn. Hefði mátt halda að Úlfur hafi sjálfur valið allar gjafirnar sínar.
En nú er Úlfur minn orðinn þriggja ára og farinn að hlusta á alvöru ROKK.
Wednesday, 16 January 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Heil og sæl Munkafjölskyldan mín mikla
Æðislegt að lesa færslurnar ykkar og fá að sjá svona margar myndir af myndarlegu fólki. Er ekki hægt ekki að fá að sjá myndirnar stærri þar sem ég er svo sjóndöpur kona!!
Heyrumst á miðvikudaginn, vildi að við hefðum fengið að smakka bílakökuna, hún er ekkert smá girnileg!!
Bestu kveðjur héðan úr snjóríkinu mikla.
Ykkar Valdís og fjölskyldan sístækkandi
Post a Comment