Wednesday, 19 March 2008

Gleðilega páska

Kæru vinir! þá er nú komið að næstu hátíð og næsta sukki. Við vonum að þið getið haft það sem allra best yfir páskahátíðina. Við ætlum að hafa það ofsalega gott. Trav loksins kominn í gott frí eftir mikla vinnu en litla gula hænan verður að vinna yfir páskana. Samt sem áður verður notalegt hjá okkur. Einar og krakkarnir koma og Aggi, Þórunn og dætur koma líka. Það verður gaman og eitthvað um dýrðir. Svo verður eflaust sukkað hér í Munkanum í mat, drykk og dekri.

kv. litla gula hænan og hinir páskaungarnir

2 comments:

Anonymous said...

En frábært og yndislegt að sjá nýjar myndir og lesa fréttir. Sá að Sindri frændi er búinn að fá nýja hljóðhimnu, vona að honum batni fljótt. Hafið það gott um páskana, við komum svo norður þegar sólin hækkar enn frekar á lofti. Hlökkum til að sjá ykkur í byrjun apríl.
Bestu kveðjur
Valdís Vera

Unknown said...

Yndislega fjölskylda
Það er svo gaman að lesa af ykkur og sjá.
Takk fyrir að halda úti svona flottu bloggi með skemmtilegum frásögnum. Ég fæ á tilfinninguna að ég sé svoítið með ykkur :)
Hlakka til að sjá ykkur
kv. Íris